Flug til Bandaríkjanna aftur í fastar skorður

Tómlegt hefur verið á Kennedyflugvellinum síðustu daga vegna veðurhamsins.
Tómlegt hefur verið á Kennedyflugvellinum síðustu daga vegna veðurhamsins. mbl.is/afp

„Það fór vél frá okkur áðan til New York. Það er búið að opna flugvöllinn og ég geri ráð fyrir að það verði eðlilegt flug hér eftir.“

Þetta sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í gærkvöldi um flug félagsins til Bandaríkjanna.

Þremur ferðum var frestað vegna fellibylsins Sandy og til stóð að fara aukaferð til New York af þeim sökum í gær. Fyrir því fékkst þó ekki leyfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert