Guðfríður Lilja hættir í stjórnmálum

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, odd­viti Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs í Suðvest­ur­kjör­dæmi, gef­ur ekki kost á sér til áfram­hald­andi setu á Alþingi við næstu þing­kosn­ing­ar.

Guðfríður Lilja hef­ur setið á þingi frá 2009. Hún var um skeið þing­flokks­formaður VG og formaður fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd­ar og er nú formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar þings­ins.

„Það eru for­rétt­indi að starfa á Alþingi í umboði þjóðar­inn­ar og fá þar tæki­færi til að vinna að fram­gangi mik­il­vægra mála. Ég hef í þing­störf­um mín­um reynt eft­ir megni að hafa í heiðri þau gildi og lof­orð sem Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð gaf kjós­end­um fyr­ir síðustu Alþing­is­kosn­ing­ar.

Við gerðum okk­ur mörg hver von­ir um nýja og breytta tíma en því er ekki að leyna að þar hef­ur margt valdið von­brigðum. Von­andi bera stjórn­mála­flokk­ar, rík­is­stjórn og Alþingi gæfu til þess í framtíðinni að hafna ein­stefnu­menn­ingu hruns­ins og fagna þess í stað fjöl­breytt­um sjón­ar­miðum. Ýmis­legt hef­ur áunn­ist þrátt fyr­ir erfiðleika og ég er stolt af því að hafa tekið þátt í því sem til fram­fara horf­ir. Miklu er um vert fyr­ir litla þjóð að muna eft­ir öllu því sem sam­ein­ar okk­ur en ekki sundr­ar og það er ósk­andi að þeir lær­dóm­ar sem dregn­ir verða af þessu um­brota­skeiði verði til góðs fyr­ir framtíðina.

Ég tók ákvörðun um að fara í stjórn­mál til að berj­ast fyr­ir betra sam­fé­lagi og virðingu fyr­ir nátt­úru Íslands og von­ast áfram til að geta látið gott af mér leiða með öðrum hætti. Ég þakka stuðnings­mönn­um víðs veg­ar að hjart­an­lega fyr­ir það traust sem mér hef­ur verið sýnt á þess­ari veg­ferð og óska sam­starfs­fólki alls góðs þótt leiðir skilji,” seg­ir í til­kynn­ingu frá Guðfríði Lilju.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert