Hafa ekki birt skýrsluna á netinu

Rannsóknarnefnd um kaþólsku kirkjuna kynnti skýrslu sína í morgun.
Rannsóknarnefnd um kaþólsku kirkjuna kynnti skýrslu sína í morgun. mbl.is/Kristin

Ekki er enn búið að birta á netinu skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, en skýrslan var kynnt á blaðamannafundi sem hófst kl. 10:30 í morgun.

Þegar mbl.is kannaði hjá Kaþólsku kirkjunni hvort hún ætlaði að birta skýrsluna á heimasíðu sinni fengust þau svör að það væri hlutverk nefndarinnar að sjá um að birta skýrsluna. Kirkjan hefði fengið skýrsluna í skriflegu formi í morgun, en ekki lægi fyrir hvenær hún yrði birt á vef kirkjunnar.

Hrefna Friðriksdóttir, einn nefndarmanna, sagði í samtali við mbl.is að nefndin hefði afhent Kaþólsku kirkjunni skýrsluna í morgun og að nefndin hefði ætlast til að kirkjan birti hana strax á netinu. Hún sagði að nefndin sjálf hefði enga heimasíðu og hefði því engan vettvang til að koma skýrslunni á framfæri við almenning á rafrænu formi.

Lesendur hafa haft samband við mbl.is og spurst fyrir því hvernig þeir geti nálgast skýrsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert