Rafmagn komið á

Kjalnesingar notuðust við kertaljós um tíma í kvöld
Kjalnesingar notuðust við kertaljós um tíma í kvöld mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa staðið í ströngu í dag við að koma rafmagni á Kjalarnesið. 

Aðgerðirnar fólu m.a. í sér að reisa 5 staura og setja nýjan spenni.  Nú eiga allir íbúar að vera komnir með rafmagn.

Vegna endurtengingar á línum sem féllu út í óveðrinu í nótt á Kjalarnesi þurfti um tíma að taka rafmagnið af Kjalarneslínu í kvöld.  Rafmagnsleysið náði frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum.

 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert