Alls drápust 3.540 kindur í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland 10. og 11. septmber sl. Þetta kemur fram í tölum sem ráðunautar hjá Búgarði, ráðanautaþjónustu í Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, hafa skilað til Bjargráðasjóðs.
María Svanþrúður Jónsdóttir, ráðunautur hjá Búgarði á Húsavík sagði í samtali við 641.is að 3.000 kindur alls, vantaði af fjalli í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Megnið af þeirri tölu eru kindur sem vantar af fjalli í Þingeyjarsýslu. Að sögn Maríu fundust alls 540 kindur dauðar eftir óveðrið og eru þær ekki inni í þessari tölu. Talið er að þessar 3.000 kindur sem vantar, séu allar dauðar.
Á þriðja tug geldneyta drapst í óveðrinu og ekki minna en 80 kílómetrar af girðingu í eigu bænda skemmdust, bæði gamlar og nýlegar girðingar. Eitthvað af þeim er alveg ónýtt.
600 lömb sem lifðu af óveðrið voru ekki sláturhústæk í haust og verða því alin í vetur og hugsanlega verður einhver hluti þeirra sláturhústækur um páska, segir í frétt 641.is.