Flestar leiðir færar

Mikill snjór er á Akureyri
Mikill snjór er á Akureyri mbl.is/Gúna

Flestar leiðir eru orðnar færar á Norðurlandi en enn unnið að opnun Ólafsfjarðarmúla. Hálka eða hálkublettir eru á helstu leiðum norðvestanlands. Um norðaustanvert landið er snjór á Víkurskarði, Ljósavatnsskarði, í kringum Mývatn og á fleiri leiðum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka er á Mývatnsheiði, Tjörnesi og víðar. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og sumstaðar í Borgarfirði. Einnig eru hálkublettir á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum aðalleiðum. Flughált er þó á Hrafnseyrarheiði og ófært er um Dynjandisheiði.

Austanlands er hálka er mjög víða og sumstaðar skafrenningur. Á Fjarðarheiði er snjór en hálka á Oddskarði og í Fagradal. Hálkublettir eru svo frá Fáskrúðsfirði að Djúpavogi. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert