Laufblöð fylltu laugarnar

Mikið magn af laufblöðum og öðru rusli var í sundlaugum á  höfuðborgarsvæðinu þegar starfsmenn mættu til vinnu í gærmorgun. Mikil vinna var að hreinsa laugarnar eftir óveðrið á föstudag.

Starfsmenn þeirra sundlauga sem mbl.is hefur rætt við segir að gríðarlega mikil vinna sé að þrífa laugarnar og nágrenni þeirra en þeirri vinnu sé víðast hvar lokið. Margar sundlaugar voru opnar á föstudag en það voru ekki margir sem fengu sér sundsprett á föstudaginn. Hins vegar þurfti að loka Klébergslaug á föstudaginn vegna veðurofsans enda ekki stætt á Kjalarnesinu þann dag.

Laufblöð tóku flugið í rokinu á föstudag
Laufblöð tóku flugið í rokinu á föstudag mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert