„Mjög alvarlegt ef þetta fer“

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri og formaður almannavarnanefndar Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga.
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri og formaður almannavarnanefndar Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga.

„Við reiðum okkur á þetta kerfi í boðuninni út af rýmingunni þannig að það er mjög alvarlegt ef þetta fer eftir ekki meiri tíma en þetta. Við munum ræða það við viðkomandi aðila,“ segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga og formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.

Þrír GSM-sendar Símans voru rafmagnslausir á föstudag í tvo klukkutíma og ekkert GSM-samband var á svæðinu á meðan. Almannavarnir treysta á GSM-kerfið til að koma boðum til almennings þegar vá ber að. Svæðið sem varð farsímasambandslaust er hættusvæði vegna Kötlugoss og ef það hefði hafist þá klukkutíma sem kerfið virkaði ekki hefði verið mun seinvirkara að koma boðum út.

Segir lélegt GSM-samband víða á svæðinu

„Við erum með beinlínutengingar líka. Það er hringt í föst númer, heimanúmerin. Það er kerfi sem hefur verið notað,“ segir Kjartan og bætir við: „Það sem er einnig vandamál hjá okkur er að það er mjög lélegt GSM-samband inn á þetta svæði, í Meðallandinu, Álftaverinu og upp í Skaftártungu sem við höfum líka verið að þrýsta á að verði komið í lag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert