Sköpunargleði við völd í Ráðhúsinu

Fjölmargir hafa lagt leið sína í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að skoða íslenskt handverk, list og hönnun af ýmsu tagi á hinni árlegu sýningu Handverk og hönnun. Listamennirnir eru sjálfir á staðnum og hönnun sína og sköpunargleðin er augljóslega mikil eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu. 

Þetta er í áttunda sinn sem Handverk og hönnun stendur fyrir þessum viðburði í Ráðhúsinu og raunar í annað sinn á þessu ári. Sem fyrr er aðsóknin mikil og greinilegt að almenningur hefur áhuga því sem landar þeirra skapa í höndunum. 

Hátt í 60 hönnuðir víðs vegar að af landinu taka þátt í sýningunni og má þar m.a. sjá skart úr fjölbreyttum hráefnum, fatnað, handsmíðaða hnífa, hluti úr horni og beini, útskurð, gler, keramik og ótal margt fleira.

Sýningin Handverk og hönnun er opin til klukkan 18 í dag. Síðasti sýningardagur er á morgun, mánudag.

Margt er um manninn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sýningin …
Margt er um manninn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sýningin Handverk og hönnun stendur yfir. mbl.is/Ómar Óskarsson
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert