Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku og sumstaðar í Borgarfirði. Einnig eru hálkublettir á Fróðárheiði. Á Norðurlandi er unnið að mokstri mjög víða. Hálka er í Húnavatnssýslum og í Skagafirði en hálkublettir á Þverárfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir víðast hvar, unnið er að mokstri á Klettshálsi og Hjallahálsi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Snjór er á vegum við Mývatn og kringum Húsavík, einnig á fleiri stöðum.
Einnig er unnið að snjómokstri á Austurlandi, en þó er hálka á Oddsskarði og hálkublettir frá Fáskrúðsfirði í Djúpavog. Þungfært er á Fagradal.