Íslendingar handteknir í Prag fyrir kókaínsmygl

Tveir ungir Íslendingar hafa verið handteknir fyrir fíkniefnasmygl á Vaclav Havel-flugvellinum í Prag höfuðborg Tékklands samkvæmt fréttavefnum Idnes.cz. Fram kemur í fréttinni að átta kíló af kókaíni hafi verið falin í farangri þeirra en götuvirði þess í Tékklandi sé um 12 milljónir tékkneskra króna.

Ennfremur segir að um sé að ræða yngstu einstaklinga sem teknir hafi verið fyrir kókaínsmygl í Tékklandi en þeir munu hafa flogið til Prag frá Sao Paulo í Brasilíu með millilendingu í Munchen í Þýskalandi.

Haft er eftir Jiří Barták hjá tékknesku tollgæslunni að handtakan sé niðurstaða samvinnu á milli tékkneskra og þýskra yfirvalda. Málið er að öðru leyti í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert