Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, verður í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti hafnaði Erna Indriðadóttir, stjórnsýslufræðingur og framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli, og Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður er í þriðja sæti. Í fjórða sæti er svo Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður.
Erna var í tíunda sæti á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu alþingiskosningum. Hún starfaði sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu í rúm 20 ár, þar af sem deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri í sex ár, en hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Fjarðaáls á Reyðarfirði frá árinu 2005.