Hæstiréttur hefur, líkt og héraðsdómur, hafnað beiði lögmanns Gunnars Andersen um að ríkissaksóknaraembættið afli upplýsinga um gögn og viðskipti Landsbankans við Guðlaug Þór Þórðarson.
Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að lögmaður Gunnars, Guðjón Ólafur Jónsson, hafi ekki fært viðhlítandi rök fyrir því að þau gögn og upplýsingar, sem hann fer fram á að héraðsdómari leggi fyrir ákæruvaldið að afla, geti haft þýðingu við málsvörn Gunnars.