Ekkert flogið innanlands

Veður fer versn­andi fyr­ir norðan og vax­andi skafrenn­ing­ur er  norðaust­an­lands. Ekk­ert hef­ur verið flogið inn­an­lands í morg­un en næst verður at­hugað með flug klukk­an 11:30. Óveður er und­ir Eyja­fjöll­um, á Reykja­nes­braut, Grinda­vík­ur­vegi, Suður­strand­ar­vegi og Mos­fells­heiði.

Vind­ur geng­ur niður sunn­an- og suðvest­an­lands um og fyr­ir há­degi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni. Spáð er ofan­komu fyr­ir norðan frá því um há­degi og afar lítið skyggni verður víða frá Eyjaf­irði og aust­ur um á norðan­verða Aust­f­irði. 

Á lág­lendi norðaust­an- og aust­an­til eða neðan 100-200 metra nær hins veg­ar að hlána þegar kem­ur fram á dag­inn.

Á Vest­ur­landi er stór­hríð á Fróðár­heiði og snjóþekja. Hálka er á Holta­vörðuheiði en hálku­blett­ir á Bröttu­brekku, Vatna­leið og víðar.

Hálka er víða á Vest­fjörðum og snjó­koma á sunn­an­verðum fjörðunum.

Í Húna­vatns­sýsl­um eru hálku­blett­ir á hring­veg­in­um en hálka víða á út­veg­um. Ann­ars er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norður- og Norðaust­ur­landi.

Laxá í Aðal­dal flæðir yfir veg við Garðsnúp og hef­ur há­marks­hraði þar verið minnkaður. Eru veg­far­end­ur beðnir að sýna varúð. Óveður er á Mý­vatns­ör­æf­um og þæf­ings­færð. Ófært er um Hólasand og eins að Detti­fossi.

Á Aust­ur­landi er hálka eða snjóþekja á flest­um veg­um og sumstaðar skafrenn­ing­ur. Ófært er á Vatns­skarði eystra, Breiðdals­heiði og Öxi.

Á Suðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir á fá­ein­um köfl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert