Hiti frá íslenskum eldfjöllum gæti framleitt rafmagn fyrir heimili í Bretlandi. Tæknin er fyrir hendi og hitanum yrði veitt í gegnum sæstreng. Þetta yrði ekki dýrara en að framleiða rafmagn úr kjarnorku og gæti orðið að veruleika árið 2020.
Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við breska blaðið The Times í morgun. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er tæknilega ögrandi verkefni, en það er enginn efi í okkar huga um að þetta er framkvæmanlegt,“ segir Hörður.
Í maí síðastliðnum sótti þáverandi orkumálaráðherra Bretlands, Charles Hendry, Ísland heim þar sem orkusala Íslendinga til Breta var rædd. Þá hafa fulltrúar bresku og íslensku ríkisstjórnarinnar undirritað viljayfirlýsingu þessa efnis.
Frétt mbl.is: Dýr framkvæmd, en gæti reynst arðbær