Óveður á Suður- og Vesturlandi

mbl.is/Gúna

Óveður er und­ir Eyja­fjöll­um. Óveður er á Reykja­nes­braut, Grinda­vík­ur­vegi, Suður­strand­ar­vegi og Mos­fells­heiði. Á Vest­ur­landi er óveður við Hafn­ar­fjall en eins á Fróðár­heiði og þar er snjóþekja.

Hálka er á Holta­vörðuheiði og á Svína­dal en hálku­blett­ir á Bröttu­brekku, Vatna­leið og víðar.

Hálka er víða á Vest­fjörðum og snjó­koma á sunn­an­verðum fjörðunum.

Í Húna­vatns­sýsl­um eru hálku­blett­ir á hring­veg­in­um en hálka víða á út­veg­um. Ann­ars er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Norður- og Norðaust­ur­landi.

Laxá í Aðal­dal flæðir yfir veg við Garðsnúp og eru veg­far­end­ur beðnir að sýna varúð. Óveður er á Mý­vatns­ör­æf­um og þæf­ings­færð. Ófært er um Hólasand og eins að Detti­fossi.

Á Aust­ur­landi er hálka eða snjóþekja á flest­um veg­um og sumstaðar skafrenn­ing­ur. Ófært er á Vatns­skarði eystra, Breiðdals­heiði og Öxi.

Á Suðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir á fá­ein­um köfl­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert