Holidays Czech Airlines skoðar næstu skref

Flugvél Holidays Czech Airlines var í þjónustu Iceland Express en …
Flugvél Holidays Czech Airlines var í þjónustu Iceland Express en hún var kyrrsett í níu daga vegna skuldarinnar við Isavia. mbl.is/Steve Tarbuck

Lögfræðingar tékkneska flugfélagsins Holidays Czech Airlines eru að skoða mál er varðar skuld sem félagið greiddi til Isavia með tilliti til hugsanlegra næstu lagalegu skrefa, að sögn Hönu Hejskovu, upplýsingafulltrúa Holidays Czech Airlines.

Hejskova vildi þó ekki svara frekari fyrirspurnum Morgunblaðsins um málið. Flugvélin sem um ræðir var í þjónustu Iceland Express en það flugfélag hefur nú hætt rekstri eftir að Wow air keypti reksturinn í október síðastliðnum.

Umrædd skuld Holidays Czech Airlines við Isavia, sem olli því að farþegavél á vegum félagsins var kyrrsett í níu daga, var vegna allra þeirra gjalda sem flugrekendum ber að greiða á Keflavíkurflugvelli, þetta staðfestir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þetta voru öll gjöldin sem flugvellinum tilheyra,“ segir Friðþór. Áður hafði verið greint frá því að skuldin væri vegna ógreiddra lendingargjalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert