Eymundsson segir að á árunum 2006-2011 hafi verið að meðaltali gefnir út 916 íslenskir bókatitlar, þar af 655 bækur fyrir fullorðna og 260 fyrir börn. Útlit sé fyrir að árið í ár verði aðeins yfir meðaltali. Spennandi sé að sjá hvort 1.000 bóka múrinn verði brotinn, en það gerðist síðast árið 2010.
„Við erum búin að taka á móti 859 íslenskum bókatitlum það sem af er ári, 272 barnabókum og 587 bókum fyrir fullorðna. Líklegt má teljast að um 100-150 titlar eigi enn eftir að berast í hús og verður spennandi að sjá hvort 1000 bóka múrinn verði brotinn þetta árið líkt og gerðist árið 2010,“ segir í tilkynningu frá Bryndísi Loftsdóttur, vörustjóra íslenskra bóka og tónlistar hjá Eymundsson.
Til samanburðar þá hafi verið tekið á móti 922 bókum í fyrra, þar af 686 bókum fyrir fullorðna og 236 bókum fyrir börn. „Það er því þegar komin fram 15% aukning í útgáfu á barnabókum,“ segir í tilkynningu.
Sé þróunin skoðuð frá árinu 2006 þá hefur sveiflan verið mest í flokki barnabóka en útgáfa á þeim dróst verulega saman árið 2009 en náði svo sögulegu hámarki árið eftir þegar 348 nýir barnabókatitlar voru skráðir.
„Sá fjöldi var þó ekki af hinu góða fyrir útgefendur þar sem markaðurinn þolir einfaldlega ekki svo mikinn fjölda og því líklegt að margar barnabækur hafi verið gefnar út með tapi það árið. Í þessum tölum er ekki borinn saman fjöldi bóka eftir íslenska höfunda og erlendra þýddra bóka,“ segir í tilkynningunni.
|
2006 |
2007 |
2008 |
2009 |
2010 |
2011 |
2012 |
Íslenskar bækur |
789 |
963 |
948 |
868 |
1010 |
922 |
859 |
Fullorðinsbækur |
558 |
680 |
688 |
661 |
662 |
686 |
587 |
Barnabækur |
231 |
283 |
260 |
207 |
348 |
236 |
272 |