Nú geta allir verið skáld!

Segulljóð er íslenskt smáforrit fyrir iPad sem er hugsað til …
Segulljóð er íslenskt smáforrit fyrir iPad sem er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið. www.segulljod.is/

Í dag, á degi íslenskrar tungu, gefur sprotafyrirtækið Ís-leikir ehf. út nýtt íslenskt smáforrit fyrir iPad sem kallast Segulljóð. Það er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið. Notandi fær orð sem eru valin eftir slembivali til að raða saman og skapa ljóð.

Í hádeginu mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opna forritið með því að semja ljóð í gegnum það og senda inn á Segulljod.is.

Forritið hentar vel til að útbúa stutt ljóð og örsögur en má einnig nota það til að semja tækifæriskveðjur til ástvina eða sem kveikjur að stærri verkefnum. Í tilkynningu frá Ís-leikjum segir að forritið verði til sölu í App-búðum um allan heim. 

Þar segir að forritið henti vel til að útbúa stutt ljóð og örsögur en megi einnig nota það til að semja tækifæriskveðjur til ástvina eða sem kveikjur að stærri verkefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert