Börkur vildi leita læknis

Lögreglumenn leiða Börk Birgisson inn í dómsal. Börkur kvartaði undan …
Lögreglumenn leiða Börk Birgisson inn í dómsal. Börkur kvartaði undan tökum lögreglu. mbl.is/Júlíus

Börkur Birgisson, sem ásamt níu öðrum er ákærður fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraunir til fjárkúgunar, fór fram á það við upphaf aðalmeðferðar að hann fengi að leita sér læknishjálpar eftir lögregluofbeldi. Þeirri beiðni var hafnað.

Börkur var færður inn í dómsal af lögreglumönnum í handjárnum. Hann var móður og másandi og sagði við verjanda sinn að hann þyrfti að fara til læknis. Lögreglumenn hefðu skellt honum upp við vegg og hann farið í bakinu.

Þá fór Börkur fram á að fá að ræða við verjanda sinn í einrúmi, en þar sem þinghaldið var hafið hafnaði dómari því. Dómari tók hins vegar fram að gert yrði hlé á dómþinginu von bráðar og þá gætu þeir rætt saman.

Dómari bað því næst Börk að setjast en hann neitaði. Skýrði verjandi hans frá því að Börkur væri bakveikur og þyrfti því helst að standa. Varð dómari við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert