Víðtæk áhrif veðurofsans

Forsetahjónin með heimilisfólkinu á Stóru-Giljá og gesti.
Forsetahjónin með heimilisfólkinu á Stóru-Giljá og gesti. mbl.is/forsetaembættið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff eru nýkomin úr tveggja daga ferð um Norðurland þar sem þau heimsóttu bændur á svæðunum sem urðu verst úti í óveðrinu í september.

Einnig voru skólar heimsóttir og m.a. rætt við nemendur í Reykjahlíðarskóla við Mývatn. „Þau lýstu því hvernig kindur sem þeim þykir vænt um og lömb sem þau þekktu komu ekki til baka, fórust í fönninni. Þar birtast áhrifin af þessari lífsreynslu með skýrari hætti en í fjölmiðlaumræðu,“ segir Ólafur Ragnar.

Í umfjöllun um ferðina í Morgunblaðinu í dag segir forsetinn hana  hafa sýnt þeim hjónum fram á að þótt fjölmiðlar hafi sinnt því vel að koma fréttum af atburðunum á framfæri fyrstu dagana hafi komið í ljós að vandinn sé mun meiri og á margan hátt séu djúp sár í samfélaginu til sveita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka