Lokatölur í Reykjavík

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Lokatölur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa verið birtar. Röð tíu efstu er óbreytt frá í kvöld og Hanna Birna Kristjánsdóttir ótvíræður sigurvegari prófkjörsins eftir að hafa hreppt efsta sætið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, eða 74% í fyrsta sæti miðað við gild atkvæði. Alls voru gild atkvæði 7.322 talsins og 224 auð og ógild.

Annars varð röð 10 efstu manna þessi:

  1. Hanna Birna Kristjánsdóttir - 5438 atkvæði í 1. sæti
  2. Illugi Gunnarsson - 2695 atkvæði í 1. - 2 sæti
  3. Pétur H. Blöndal - 3004 atkvæði í 1. - 3. sæti
  4. Brynjar Níelsson - 3722 atkvæði í 1. - 4. sæti
  5. Guðlaugur Þór Þórðarson - 3503 atkvæði í 1. - 5. sæti
  6. Birgir Ármannsson - 3196 atkvæði í 1. - 6. sæti
  7. Sigríður Á. Andersen - 3894 atkvæði í 1. - 7. sæti
  8. Áslaug María Friðriksdóttir - 4413 atkvæði í 1. - 8. sæti
  9. Ingibjörg Óðinsdóttir - 2950 atkvæði
  10. Elínbjörg Magnúsdóttir - 2848 atkvæði 

Nánari skipting atkvæða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka