Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna báts sem hefur strandað við Straumnes norðan við Aðalvík á Vestfjörðum. Tveir menn eru um borð í bátnum að sögn Gæslunnar. Unnið er að björgun.
Tilkynning barst rétt rúmlega 19 í kvöld. Veður er ágætt á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.
Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.