„Fyrir öllu að mannbjörg varð“

Jónína Brynja mölbrotnaði á strandstað.
Jónína Brynja mölbrotnaði á strandstað. mynd/Bæjarins besta

„Það er fyrir öllu að mannbjörg varð. Öðru er hægt að bjarga,“ segir Jakob Valgeir Flosason, eigandi útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík.

Gllænýr bátur í hans eigu, Jónína Brynja ÍS-55, með tveimur mönnum um borð, strandaði í klettum við Straumnes norðan Aðalvíkur á Vestfjörðum í gærkvöldi. Mennirnir komust af sjálfsdáðum í land.

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út en þyrlan hífði mennina upp við erfiðar aðstæður. „Það var mikill sjór og erfitt að komast sjóleiðina. En svo virðist sem þeir hafi getað komist ágætlega að með þyrlunni og sigið til þeirra,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hjá Landhelgisgæslunni, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert