Heilbrigðisstofnanir í landinu eru þessa dagana að skila rekstraráætlunum inn til velferðarráðuneytisins fyrir árið 2013.
Þó að ekki sé gerð krafa um niðurskurð í rekstri næsta árs er hætta á skertri þjónustu, sér í lagi hjá þeim stofnunum sem hafa þurft að glíma við hallarekstur.
„Það verður erfitt fyrir stofnanir að ná saman hallalausum rekstri, við höfum ekki fengið allar kostnaðarhækkanir bættar að fullu. Enginn niðurskurður þýðir að menn verða samt að taka á sig skerðingar í þjónustu á sumum stöðum,“ segir Birgir Gunnarsson, formaður Landssambands heilbrigðisstofnana í umfjöllun um þessi mál í Morgublaðinu í dag.