8,7 milljarðar tryggðir í Vaðlaheiðargöng

Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng eru hafnar.
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng eru hafnar. Ljósmynd/Vegagerðin

Katrín Júlí­us­dótt­ir fjár­mála- og efna­hags­ráðherra und­ir­ritaði í dag fyr­ir hönd rík­is­ins lána­samn­ing við Vaðlaheiðargöng hf. vegna fram­kvæmd­ar við jarðgöng und­ir Vaðlaheiði. Upp­hæð láns­ins er 8,7 millj­arðar króna og með und­ir­rit­un­inni er fjár­mögn­un verk­efn­is­ins tryggð, að því er fram kem­ur á vef ráðuneyt­is­ins.

Seink­un varð á und­ir­rit­un samn­ings­ins en rúm­ir fimm mánuðir eru síðan Alþingi samþykkti lög sem heim­iluðu ráðherra að und­ir­rita samn­ing­inn. 

Lánið er veitt á grund­velli laga nr. 48/​2012 um heim­ild til handa ráðherra f.h. rík­is­sjóðs til að fjár­magna gerð jarðganga und­ir Vaðlaheiði og með samþykki rík­is­ábyrgðasjóðs.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert