Hjúkrunarfræðingar boða til mótmæla

mbl.is/ÞÖK

Aðgerðahópur hjúkrunarfræðinga hefur boðað til fjölmennra mótmæla kl. 16 í dag þegar fulltrúar samninganefnda Landspítalans og hjúkrunarfræðinga hittast á fundi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðahópnum sem var send til fjölmiðla. Fram kemur að eins og staðan sé í dag þá sé fundarstaðnum haldið leyndum.

Þá segir að a.m.k. 130 hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum, ef ekki fleiri. Ekki hafi formlegar tölur verið gefnar út, en hópurinn segist hafa upplýsingar frá nokkrum deildum.

Fram hefur komið að ólga sé meðal hjúkrunarfræðinga vegna stofnanasamnings við Landspítalann sem enn hafi ekki verið endurskoðaður í samræmi við kjarasamninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka