13% heimila bíllaus

Um 50% íslenskra heimila eiga tvö eða fleiri sjónvarpstæki.
Um 50% íslenskra heimila eiga tvö eða fleiri sjónvarpstæki. mbl.is/Árni Torfason

Á árunum 2009–2011 voru um 13% íslenskra heimila bíllaus en það er svipað hlutfall og á árunum 2000–2002. Um fjórðungur heimila á tvo bíla. Sjónvarpseign hefur einnig haldist stöðug en um 50% heimila eiga tvö eða fleiri tæki.

Þetta kemur fram í rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna á árunum 2009-2011.

Ef tækjaeign heimila á árunum 2000–2002 er borin saman við tækjaeignina 2009–2011 sést að mun færri heimili hafa heimilissíma nú en áður. Á hinn bóginn eru örbylgjuofnar, uppþvottavélar og þurrkarar mun algengari 2009–2011 en á árunum 2000–2002.

Á árunum 2009-2011 áttu 78,8% stafræna myndavél. 80,2% þeirra voru með heimilissíma en hlutfallið var 91,7% á árunum 2000-2002.

Þá var heimabíókerfi á 27,7% heimila í rannsókninni nú en eign slíkra tækja hefur ekki verið könnuð áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert