62 sagt upp í útgerðinni

Frá humarvinnslu í Þorlákshöfn.
Frá humarvinnslu í Þorlákshöfn. mbl.is/Helgi

Á undanförnum vikum hefur 62 starfsmönnum þriggja útgerðarfyrirtækja verið sagt upp störfum, nú síðast 27 manns hjá Auðbjörgu í Þorlákshöfn og 35 manns á Siglufirði í síðasta mánuði.

„Það er ljóst að staðan er orðin erfið þegar menn þurfa að grípa til uppsagna og slíkt gera menn ekki fyrr en í síðustu lög. Núna er hins vegar ýmislegt í gangi sem við ráðum ekki við. Maður er vanur ótíð og brælu en núna er bölvað vesen af völdum stjórnvalda,“ segir Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Auðbjargar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Einar óttast að fleiri útgerðir muni grípa til aðgerða á næstunni til að mæta erfiðri og óvissri stöðu. Auðbjörg hafi fengið 52 milljóna króna reikning vegna veiðigjalda á fiskveiðiárinu en hann muni væntanlega eitthvað lækka eftir endurútreikninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert