Fjárlög afgreidd fyrir jól

Fjárlaganefnd á fundi.
Fjárlaganefnd á fundi. mbl.is/Ómar

Alþingismenn úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu, sem rætt var við í gærkvöldi, voru þeirra skoðunar að fjárlög 2013 yrðu afgreidd fyrir jól. Annarri umræðu lauk í gær en atkvæðagreiðslu frestað þar til kl. 10.30 í dag. Fyrsta umræða um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminn, hófst í gær.

Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, kvaðst aðspurður hafa trú á að það tækist að afgreiða fjárlög fyrir jólaleyfi. Hann sagði rétt að önnur umræða hefði tekið lengri tíma en vant væri í seinni tíð. Honum þótti fullmikið hafa verið rætt um tímalengd umræðunnar en minni gaumur verið gefinn því sem mestu máli skipti fyrir fólkið í landinu, þ.e. áhrifum frumvarpsins.

„Við reyndum að benda á veikleika í fjárlagafrumvarpinu,“ sagði Illugi. „Það er mat bæði Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins að frumvarpið sé verðbólguhvetjandi. Þar með hækka verðtryggð lán heimilanna.“ Illugi sagði bæði ASÍ og SA hafa sagt að yrði fjárlagafrumvarpið samþykkt óbreytt yrði svigrúm fyrirtækja til launahækkana uppétið. Það væri alvarlegt þegar þessi samtök gæfu frumvarpinu slíka umsögn því kjarasamningar væru framundan á nýju ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert