Framlög verða aukin til veiða á ref og mink

Refur í veiðihug.
Refur í veiðihug.

Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink hækka væntanlega um 30 milljónir króna á næsta ári frá því sem áformað var.

Breytingatillaga meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög 2013 um að hækka endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiðanna úr 20,2 milljónum í 50,2 milljónir var samþykkt við atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu.

„Það er mjög jákvætt að fá meiri stuðning við þessar veiðar, það veitir ekki af,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, gjaldkeri Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna á ref og mink, um aukin framlög til veiðanna. Hann sagði að sveitarfélögin hefðu borið hitann og þungann af veiðum á ref og mink undanfarin ár og aðaláherslan verið lögð á minkaveiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert