Kjósa þarf aftur á milli Eyglóar og Willums

Merki Framsóknarflokksins.
Merki Framsóknarflokksins. www.framsokn.is

Kjósa þarf aftur á milli þeirra Eyglóar Harðardóttur og Willums Þórs Þórssonar um fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Suð-vesturkjördæmi.  

Eygló fékk 147 atkvæði, sem eru 45,4%, Willum Þór fékk 152 atkvæði eða 46,9% Una María Óskarsdóttir sem bauð sig fram í 1. - 2. sætið fékk 25 atkvæði, sem eru 7,7%.

Kosið er á milli þeirra tveggja efstu, samkvæmt reglum flokksins sem kveða á um að fái enginn frambjóðandi einfaldan meirihluta gildra atkvæða skuli kosið á ný milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.

Telst sá kjörinn sem hlýtur fleiri atkvæði í síðari umferðinni. Þegar úrslit liggja fyrir um 1. sætið skal kosið á sama hátt um 2. sætið og svo framvegis þar til kosið hefur verið í sæti 1-7.

325 greiddu atkvæði atkvæði , 324 voru gild og eitt ógilt.

Frétt mbl.is: Framsókn velur á lista í Kraganum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert