Niðurstaða kosningar í annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi liggur nú fyrir. Fjórir buðu sig fram og varð Willum Þór Þórsson hlutskarpastur, en hann fékk 136 atkvæði, 62,7%.
Næstur honum að atkvæðum var Þorsteinn Sæmundsson, sem fékk 67 atkvæði, 17,1%, Una María Óskarsdóttir fékk 41 atkvæði, 18,9% og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir fékk 3 atkvæði og 1,4%.
Alls greiddu 217 atkvæði.
Þau Þorsteinn, Una María og Ólöf Pálína höfðu tilkynnt um framboð sitt í þetta sæti, en Willum, sem laut í lægra haldi fyrir Eygló Harðardóttur í framboði til 1.sætis, ákvað eftir það að bjóða sig fram í næsta sæti fyrir neðan.
Frétt mbl.is: Eygló leiðir í Kraganum