Viðvaranir Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) um að fjársýsluskattur sem leggst á eina starfsstétt á vinnumarkaði leiði til fækkunar starfa kvenna í útibúum, þjónustuverum og bakvinnslu fjármálafyrirtækja, hafa gengið eftir, að mati samtakanna.
„[...] frá upphafi álagningar 1. janúar 2012 hafa rúmlega 100 starfsmenn í framangreindum þjónustustörfum misst vinnuna, þar af 90 konur,“ segir í umsögn samtakanna til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þar er áformum um hækkun skattsins úr 5,45% í 6,75% mótmælt harðlega.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Friðbert Traustason, formaður SSF, r sömu lögmál hér á ferð og t.a.m.við gjaldtökuna af fiskveiðunum. Hún komi alltaf niður á störfum.