Aukin hætta á undanskotum

Fjölgun þrepa í virðisaukaskatti eykur hættuna á undanskotun og flækir virðisaukaskattskerfið.

Þetta álit ríkisskattstjóra kemur fram í umsögn hans til Alþingis um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum þar sem meðal annars er lagt til að virðisaukaskattur á gistingu verði hækkaður í 14% sem er nýtt þrep í virðisaukaskattskerfinu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ríkisskattstjóri vari eindregið við því að taka upp þriðja þrepið, raunar það fjórða því vara og þjónusta sem er undanþegin skattinum er fjórða þrepið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert