Bjórinn Lava selst grimmt erlendis

Árni Theodor Long, bruggmeistari í Ölvisholti með Lava-bjór.
Árni Theodor Long, bruggmeistari í Ölvisholti með Lava-bjór.

Bjór frá Ölvisholti, er nefnist Lava, hefur slegið í gegn á erlendum mörkuðum og hefur brugghúsið ekki undan að framleiða og senda út.

Mest er eftirspurnin í Bandaríkjunum og Svíþjóð en einnig í Kanada, Danmörku og Noregi. Útflutningur á bjór er orðinn um þriðjungur af heildarframleiðslu Ölvisholts, en framleiðslugeta brugghússins er um 300 tonn af bjór á ári. Það jafnast á við um eina milljón bjórflaskna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að eftirspurnin eftir Lava hafi aukist enn meir í sumar eftir að bjórinn var í fagtímaritinu Draft Magazine valinn í hóp 25 áhugaverðustu nýrra tegunda á markaðnum í Bandaríkjunum í ár. Stóð valið þar um átta þúsund tegundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert