Steingrímur og Bjarkey leiða listann

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Golli

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son sigraði í for­vali Vinstri grænna í Norðaust­ur­kjör­dæmi. Í öðru sæti hafnaði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir frá Ólafs­firði.

Þetta kem­ur fram í frétt í Viku­degi. Stein­grím­ur var sá eini sem sótt­ist eft­ir fyrsta sæti fram­boðslist­ans. Stein­grím­ur hlaut 199 at­kvæði, en alls kaus 261. Á kjör­skrá voru 722, þannig að kosn­ingaþátt­taka var 36 %.

Í öðru sæti varð Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir frá Ólafs­firði. Í þriðja sæti hafnaði Edw­ard H. Huij­bens og þar á eft­ir koma Ingi­björg Þórðardótt­ir, Þor­steinn Bergs­son og Sól­ey Stef­áns­dótt­ir.

For­valið er leiðbein­andi, en kjör­stjórn mun á næstu vik­um stilla upp lista flokks­ins.

Bjarkey starfar sem náms- og starfs­ráðgjafi og braut­ar­stýra starfs­braut­ar fyr­ir fatlaða í Mennta­skól­an­um á Trölla­skaga í Ólafs­firði.

Flokk­ur­inn er nú með þrjá þing­menn, Stein­grím, Þuríði Backm­an og Björn Val Gísla­son. Þuríður Backm­an ákvað að draga sig í hlé, en Björn Val­ur skipti um kjör­dæmi og bauð sig fram í for­vali flokks­ins í Reykja­vík.

Bjarkey Gunnarsdóttir
Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert