Ekkert samkomulag enn um þinglok

mbl.is/Hjörtur

Þingfundur stendur lengur í dag en þingsköp gera ráð fyrir verði tillaga Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttir, forseta Alþingis, samþykkt í atkvæðagreiðslu sem fram fer síðar í dag.

Þá er gert ráð fyrir að hlé verði gert á þingfundi í hádeginu í dag vegna nefndafunda og aftur á milli klukkan 19 og 20 í kvöld.

Forseti Alþingis fundaði með þingflokksformönnum í morgun þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok en ekki fékkst niðurstaða í þeim viðræðum.

Framhald annarrar umræðu um vernd og orkunýtingu landsvæða stendur nú yfir á Alþingi en auk þess máls eru 26 önnur mál á dagskrá þingsins í dag. Samkvæmt áætlun á jólaleyfi Alþingis að hefjast næsta fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert