Leita í fjörunni og útihúsum

Margrét Frímannsdóttir skoðar kort af leitarsvæðinu ásamt björgunarsveitarmönnum.
Margrét Frímannsdóttir skoðar kort af leitarsvæðinu ásamt björgunarsveitarmönnum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Matthíasar Mána Erlingssonar, strokufanga af Litla-Hrauni, er nú leitað í 3-4 kílómetra radíus út frá fangelsinu á Litla-Hrauni. Fjölmennt lið lögreglu af höfuðborgarsvæðinu frá Selfossi sjá um leitina ásamt sérsveitarmönnum og þremur björgunarsveitum. Leitað er m.a. í útihúsum og í fjörunni við Eyrarbakka.

Lögreglan vill ekki staðfesta hvort sést hafi til Matthíasar Mána á leitarsvæðinu, en síðan hann strauk frá Litla-Hrauni á mánudagskvöld hefur lögreglu borist fjöldi ábendinga frá almenningi og eru þær allar kannaðar.

Miðstöð aðgerða lögreglu er í barnaskólanum á Eyrarbakka og er Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður fangelsisins á Litla-Hrauni stödd þar ásamt lögreglu sem skipuleggur leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig nýtt til leitarinnar og sveimar nú yfir Suðurlandinu.

Matthías Máni Erlingsson er 24 ára, fæddur 15. október 1988. Hann er 171 cm á hæð, um 70 kg og grannvaxinn. Síðast þegar hann sást var hann klæddur grárri hettupeysu, með svarta prjónahúfu á höfði og í dökkum buxum.

Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarmanna tekur þátt í leitinni að …
Fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarmanna tekur þátt í leitinni að Matthíasi Mána Erlingssyni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Margrét Frímannsdóttir ræðir við lögreglu- og björgunarsveitarmenn í barnaskólanum á …
Margrét Frímannsdóttir ræðir við lögreglu- og björgunarsveitarmenn í barnaskólanum á Eyrarbakka. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar nú yfir Suðurlandi í leit að strokufanganum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sveimar nú yfir Suðurlandi í leit að strokufanganum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Lögreglumenn og björgunarsveitir leggja upp í leitina klukkan 14 í …
Lögreglumenn og björgunarsveitir leggja upp í leitina klukkan 14 í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
Matthías Máni Erlingsson
Matthías Máni Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert