Leitin að Matthíasi tvíefld

Björgunarsveitarmenn með leitarhund á Eyrarbakka í dag.
Björgunarsveitarmenn með leitarhund á Eyrarbakka í dag. mbl.is/Júlíus

Leitin að Matthíasi Mána Erlingssyni, sem strauk af Litla-Hrauni fyrir tveimur dögum, hefur verið tvíefld eftir hádegi í dag. Fjölmennt lið lögreglu, sérsveitarmanna og björgunarsveita býr sig nú til víðfeðmrar leitar og er þyrla Landhelgisgæslunnar einnig nýtt til leitarinnar, samkvæmt heimildum mbl.is.

Leitað er í nágrenni Litla-Hrauns, m.a. í útihúsum og sumarbústöðum.

Árangurslaut leit hefur verið gerð að Matthíasi Mána síðan síðdegis á mánudag, þegar honum tókst að strjúka úr refsivist á Litla-Hrauni, að því er virðist með því að klifra yfir öryggisgirðinguna umhverfis fangelsið.

Matthías, sem er fæddur árið 1988, var í haust dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann réðst á fyrrverandi stjúpmóður sína. Lögreglan telur Matthías hættulegan og er talið hugsanlegt að hann hafi ætlað sér að ráðast aftur gegn konunni. Hún hefur notið verndar lögreglu síðan ljóst var að Matthías var sloppinn.

Matthías Máni Erlingsson
Matthías Máni Erlingsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert