Hjálparsíminn og Konukot opin yfir hátíðarnar

mbl.is/Sigurgeir

Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring, og á það einnig við um hátíðisdagana. Þar eru veittar upplýsingar um samfélagsleg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og hvenær ýmis athvörf eru opin.

Auk þess er hlutverk Hjálparsímans að veita fólki stuðning til að mynda vegna þunglyndis, kvíða, fjármálaáhyggja, vanlíðunar eða einsemdar. Í fyrra bárust samtals um 250 hringingar frá Þorláksmessu fram á annan í jólum, og tæplega 100 símtöl bárust á gamlárs- og nýársdag.

„Þeir sem hringja eru afar þakklátir fyrir að geta rætt við einhvern um sín mál, því þessi tími árs reynist mörgum erfiður,“ segir í frétt frá Rauða krossinum.

Konukot, athvarf Rauða krossins fyrir heimilislausar konur á höfuðborgarsvæðinu, er opið allan sólarhringinn frá Þorláksmessu til fimmtudagsins 27. desember. Dagana 27.-30. desember er opið á venjulegum tíma (lokað frá kl. 12.00-17.00), en svo opið allan sólarhringinn á gamlársdag og nýársdag. Á aðfangadag er hátíðarkvöldverður, og gestir fá gjafir frá velunnurum Konukots þar sem gamlar hefðir eru hafðar í hávegum, því flíkur, bækur og konfekt leynast í pökkunum. Þar leggjast því allir í hreina hvílu með góða bók að lesa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka