Nýjar myndir af strokufanganum

Lögreglan hefur sent frá sér nýjar myndir af Matthíasi Mána Erlingssyni, refsifanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni fyrir tæpri viku. Ekkert hefur enn spurst til hans, þó svo fjölmargar vísbendingar hafi borist. Lögregla segir að eftir litlu sé að fara.

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, að lögreglan ræddi nú við fólk sem þekkti Matthías í þeirri von að það gæti varpað ljósi á málið.

Hafi fólk upplýsingar um málið er það beðið að hafa samband í síma 444-1000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert