Leitað í uppsveitunum

Matthías Máni Erlingsson.
Matthías Máni Erlingsson.

Uppsveitir Árnessýslu eru í brennidepli viðamikillar leitar að Matthíasi Mána Erlingssyni. Í dag, mánudag, er vika frá því hann strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni.

„Matthías þekkir til meðal annars við Laugarvatn og Flúðir og því horfum við m.a. þangað. Yfirleitt nást strokufangar fljótt, oftast fáum klukkustundum eftir brotthlaup. Einskis fanga hefur verið leitað jafn lengi og nú. Við förum yfir allar vísbendingar en þær hafa samt ekki komið okkur á sporið.“

Þetta segir Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem stýrir aðgerðum, í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að í dag, aðfangadag, verði farið heildstætt yfir málið og aðgerðir endurskipulagðar ef ástæða þætti til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert