Allir þættir málsins í rannsókn

Strok og flótti Matthíasar Mána.
Strok og flótti Matthíasar Mána.

Ekki er útilokað að Matthías Máni Erlingsson, strokufanginn frá Litla-Hrauni sem gaf sig fram á aðfangadag á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, hafi átt sér vitorðsmenn.

Allir þættir máls hans eru í rannsókn lögreglu, s.s. hve lengi hann hélt til í sumarhúsi við Árnes í Gnúpverjahreppi og eins vopnaburður hans. „Við erum enn að raða atburðarásinni saman,“ segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem stjórnaði aðgerðum.

Fram hefur komið að lögreglumenn á Selfossi hafi ekki skotheld vesti. Fyrir vikið sé öryggi þeirra minna en ella. Úr þessu er sagt þurfa að bæta. „Þörfin er fyrir hendi. Lögreglan á Selfossi stendur hins vegar andspænis því að hafa úr litlu að spila. Uppsafnaður rekstrarhalli embættisins eftir nokkur síðustu ár er 50 milljónir króna. Við höfum þurft að skera niður og fækka mönnum í liðinu. Í dag eru yfirleitt þrír menn á hverri almennri vakt. Skotheld vesti á allt liðið kosta nærri því árslaun eins lögreglumanns og ég hef metið stöðuna svo að betra sé að halda í mannskap en kaupa vestin, þótt nauðsynleg séu,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert