Yfirheyrslur standa nú yfir

Fangelsið á Litla-Hrauni.
Fangelsið á Litla-Hrauni.

Yfirheyrslur yfir Matthíasi Mána Erlingssyni standa nú yfir í fangelsinu á Litla-Hrauni, þaðan sem hann strauk hinn 17. desember. Lögreglan á Selfossi hefur umsjón með yfirheyrslunum og búist er við því að þær standi fram eftir degi.

Stefnt er að því að þeim ljúki fyrir áramótin.

Mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi strok Matthíasar, sem gaf sig fram að morgni aðfangadags, ekki síst hvar hann hélt til á meðan á flóttanum stóð og hvernig hann nálgaðist vistir og vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert