Íslenskt kattapartí ein mesta furðufrétt ársins

Fréttin af kattapartíi í mannlausu húsi á Suðurnesjum sem lögreglan „leysti“ upp er í 4. sæti á lista bandarísku fréttasíðunnar Mental_floss yfir furðufréttir ársins 2012. Listinn hefur einnig verið birtur á Yahoo!

Í fyrsta sæti listans er fréttin af „viðgerð“ á fresku í kirkju einni á Spáni. Góðhjartaður eldri borgari gerði þá óviljandi meiri skaða en gagn í viðleitni sinni til að gera upp forna fresku af Jesú Kristi. Líktist Jesús loðnum apa eftir meðhöndlun konunnar.

Í öðru sæti er frétt um að refur hafi sent sms-skilaboð úr stolnum síma norsks tánings. Lars nokkur Bjercke hafði sett app í símann sinn sem sendi frá sér kanínuhljóð. Hann vildi draga að refi. Hann skildi símann eftir og fylgdist með ref nálgast símann en sá tók hann og hljóp í burtu. Atvikið náðist á myndband. Refurinn svaraði seinna í símann og sendi furðulegt sms sem var á þessa leið: „I FRY o a0ab 34348tu åaugjoi zølb mosdji jsøg ijio sjiw.“

Í þriðja sæti er svo frétt um rússnesk börn sem fundu ljónsunga og tóku hann með sér í skólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka