Ógnaði starfsmanni með slökkvitæki

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Eggert

Rán var framið í söluturni við Frakkastíg um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ógnaði ræninginn starfsmanni með slökkvitæki og náði lítilræði af peningum úr sjóðskassa.

Samkvæmt lýsingu sem lögreglu var gefin var ræninginn rúmlega tvítugur karlmaður, klæddur í hettupeysu og íþróttabuxur. Maðurinn huldi andlit sitt meðan á ráninu stóð, kastaði frá sér slökkvitækinu þegar hann hafði fengið peninginn í hendur og hljóp á brott.

Málið er í rannsókn og telur lögreglan sig vita hver maðurinn er. Sá grunaði er síbrotamaður og er hættulegur, hans er leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert