Mynd 1 af 34Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands, fyrst kvenna. Hún tók við lyklum að Dómkirkjunni og Biskupsstofu úr hendi Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups við lok prestastefnu í sumar.
Mynd 2 af 34Sólin baðaði séra Agnesi M. Sigurðardóttur, nývígðan biskup Íslands, við biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju.
Mynd 3 af 34Þóra Arnórsdóttir, Andrea Ólafsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson voru meðal þeirra sex sem sóttust eftir því að verða forseti Íslands.
Mynd 4 af 34Þóra Arnórsdóttir á kosningavöku. Fyrstu kannanir sýndu mikinn stuðning þjóðarinnar við Þóru í embætti forseta Íslands.
Mynd 5 af 34Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörknn forseti landsins. Hann mætti á gamla forsetabílnum til embættistökunnar ásamt konu sinni, Dorrit.
Mynd 6 af 34Ólafur Ragnar Grímsson við embættistökuna í Alþingishúsinu í ágúst.
Mynd 7 af 34Maður lést er sprenging varð í íbúð hans við Ofanleiti í Reykjavík í september. Gassprenging varð í íbúðinni.Kristinn Ingvarsson
Mynd 8 af 34Óveður í Reykjavíkurhöfn í febrúar.
Mynd 9 af 34Hollywood-parið Katie Holmes og Tom Cruise komu til landsins í sumar. Holmes var ekki fyrr farin af landinu en hún sótti um skilnað við Cruise. Hér eru þau á gangi niður Skólavörðustíg - síðasta myndin sem tekin var af þeim saman.Júlíus Sigurjónsson
Mynd 10 af 34Reynslan af fyrsta Landsdómsmáli sögunnar sýnir að full ástæða er til þess að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm kveða á um. Um þetta eru þau Róbert Spanó, prófessor lagadeildar Háskóla Íslands, Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis í málinu gegn Geir Haarde og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, aðstoðarmaður verjanda Geirs Haarde, öll sammála, miðað við það sem fram kom á málstofu sem Lagastofnun HÍ og Orator stóðu fyrir um dóm Landsdóms.Golli
Mynd 11 af 34Geir H. Haarde fær koss frá eiginkonununni, Ingu Jónu Þórðardóttur við upphaf landsdóms í Þjóðmenningarhúsinu.
Mynd 12 af 34Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson, varasaksóknari, koma sér fyrir í Þjóðmenningarhúsinu við upphaf landsdóms.Kristinn Ingvarsson
Mynd 13 af 34Landsdómur kom í fyrsta sinn saman á árinu.Kristinn Ingvarsson
Mynd 14 af 34 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var meðal þeirra fjölmörgu vitna sem komu fyrir landsdóm.Kristinn Ingvarsson
Mynd 15 af 34Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var meðal þeirra sem bar vitni fyrir landsdómi.Kristinn Ingvarsson
Mynd 16 af 34Það er mat Sigurðs Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, að hægt hefði verið að draga úr starfsemi bankans á Íslandi árið 2008. Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, spurði Sigurð við vitnaleiðslur í landsdómi, hvort raunhæft hefði verið að minnka bankakerfið árið 2008.Kristinn Ingvarsson
Mynd 17 af 34Veðrið lék við landsmenn í sumar. Dag eftir dag skein sólin.
Mynd 18 af 34 Birgitta Jónsdóttir og Atli Gíslason hlusta á ræður í kjölfar stefnuræðu forsætisráðherra í haust.Kristinn Ingvarsson
Mynd 19 af 34Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Jóhanna gefur ekki kost á sér í þingkosningunum í vor.Kristinn Ingvarsson
Mynd 20 af 34Jón Bjarnason á alþingi í mars. Eggert Jóhannesson
Mynd 21 af 34Fjörugur kosningavetur framundan. Guðmundur Steingrímsson stofnaði Bjarta framtíð, Ásmundur Einar Daðason gekk í framsóknarflokkinn og Höskuldur Þórhallsson tókst á við formann Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.Kristinn Ingvarsson
Mynd 22 af 34Alþingi sett. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra speglast í gleraugum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við setningu Alþingis, 141. löggjafarþings.Golli
Mynd 23 af 34Skrúfa Herjólfs skemmdist við Landeyjahöfn í nóvember og var skipið frá í nokkurn tíma.Árni Sæberg
Mynd 24 af 34Wen Jiabao forsætisráðherra Kína í í heimsókn til Íslands og skoðaði m.a. Þingvelli frá Hakinu ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands. Ómar Óskarsson
Mynd 25 af 34Helle Thorning Scmidt forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Ísland í ágúst. Hún fór ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur til Þingvalla. Ómar Óskarsson
Mynd 26 af 34Stormviðri gekk yfir landið í byrjun nóvember. Mjög hvasst var í höfuðborginni og losnaði m.a. þak af húsi við Laugaveg. Golli
Mynd 27 af 34Miklar vindhviður mynduðust við háhýsi í Reykjavík í óveðri í byrjun nóvember. Golli
Mynd 28 af 34Í byrjun júní sigldi mestallur skipafloti landsins til hafnar og sjómenn og útgerðarmenn fjölmenntu á samstöðufundi á Austurvelli þar sem fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfniu var mótmælt.Rax
Mynd 29 af 34Mannfjöldi á Austurvelli á samstöðufundi sem LÍÚ boðaði til í júní.
Mynd 30 af 34Eiríkur Ingi Jóhannsson komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst undan ströndum Noregs í janúar.
Árni Sæberg
Mynd 31 af 34Sprengja sprakk á Hverfisgötu, til móts við Stjórnarráðið, í byrjun árs. Árni Sæberg
Mynd 32 af 34Það er yfirleitt mikil gleði á þessum árstíma í sveitinni en það er annað núna, sagði Guðmundur Jónsson, fjárbóndi í Fagraneskoti í Suður-Þingeyjarsýslu. Margir bændur á Norðurlandi urðu illa úti í óveðri sem skall á í september. Skapti Hallgrímsson
Mynd 33 af 34Íslenska sauðkindin sýndi svo ekki verður um villst að hún er harðgerð. Sumar ærnar lifðu vikum saman í fönn eftir óveðrið í september. Þessi var þeirra á meðal.Atli Vigfússon
Mynd 34 af 34Umfangsmesta dómsmál sérstaks saksóknara, Vafningsmálið svokallaða, var fyrir dómi í desember.Styrmir Kári
Frá fjárleit á Þeistareykjum í september.
Björgunarsveitin Ársól Reyðarfirði.
Kínverskur auðmaður vildi kaupa land en hafði ekki erindi sem erfiði. Landsdómur kom saman í fyrsta sinn og kona var kosin biskup yfir Íslandi. Sex slógust um forsetastólinn og Hollywood-leikarar fylltu götur. Hitamet féllu um sumarið og kraftaverkakindur komust lífs af um haustið - sumar eftir marga daga og jafnvel vikur á kafi í snjó. Þetta og miklu fleira gerðist árið 2012.
Með því að smella á renninginn hér að ofan má sjá ítarlega myndasyrpu með innlendum fréttamyndum ársins 2012.