Ísland er tifandi tímasprengja

Ísland er það sem heims­byggðin á að ótt­ast á nýju ári, ef marka má er­lenda heim­ild­arþætti þar sem fjallað er um eld­virkni á Íslandi. Í um­fjöll­un á vef New York Times seg­ir að svo virðist sem að Ísland geti sprungið í loft upp á hverri sek­úndu því hér á landi séu svo mörg virk eld­fjöll.

„Nei, Ísland er ekki, að því er við best vit­um, að vinna að þróun kjarn­orku- eða efna­vopna. Svo virðist sem að það geti sprungið í loft upp á hverri sek­úndu því þar eru mörg eld­fjöll og hef­ur gert það í gegn­um sög­una,“ seg­ir í upp­hafi grein­ar sem Neil Genzl­in­ger skrif­ar á vef New York Times í gær.

Hann seg­ir að Pu­blic Broa­dcasting Service (PBS) sýni báða þætt­ina í kvöld í Banda­ríkj­un­um. Ann­ar þeirra ber heitið Nova - Dooms­day Volcanoes og hinn þátt­ur­inn er hluti af þáttaröð í sex hlut­um sem heit­ir Life on Fire. Genzl­in­ger seg­ir að þætt­irn­ir geri mönn­um ljóst að Ísland sé suðupott­ur sem er við það að fara fjand­ans til og að „Íslend­ing­ar eru ekki þeir einu sem eiga að hafa áhyggj­ur af þessu.“

Genzl­in­ger seg­ir að upp­bygg­ing þátt­anna sé með svipuðu sniði og ef­laust verði fólk orðið nægi­lega ótta­slegið eft­ir að hafa aðeins horft á ann­an þeirra.

„Landið er svo óheppið að vera ofan á svæði þar sem tveim­ur flek­um kem­ur ekki vel sam­an, sem leiðir til þess að þar eru mörg eld­fjöll af mis­mun­andi gerðum (já, það eru til mis­mun­andi gerðir af eld­fjöll­um) sem gjósa óþægi­lega oft,“ skrif­ar Genzl­in­ger.

Þá seg­ir hann að í þátt­un­um byrji menn á að rifja upp árið 2010 þegar eld­gos hófst í Eyja­fjalla­jökli sem leiddi til mik­ill­ar rösk­un­ar á flug­sam­göng­um. Það hafði mik­il áhrif á ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki og aðra þætti efna­hags­lífs­ins. Í þátt­un­um er hins veg­ar tekið fram að gosið í Eyja­fjalla­jökli hafi verið til­tölu­lega lítið og aðeins eitt af mörg­um sem hafa orðið und­an­förn­um öld­um.

Breski leik­ar­inn Jeremy Irons er sögumaður í Life on Fire. Hann seg­ir frá því að í jarðsögu­legu til­liti sé Ísland enn mjög ungt land sem sé enn í mót­un. „Það er aðeins þegar eld­gos hef­ur áhrif um all­an heim, þegar við hin lær­um eitt­hvað sem Íslend­ing­ar þekkja mjög vel: Þessi eld­fjöll hafa ekki lokið sér af,“ seg­ir Irons í þætt­in­um.

Í þátt­un­um er rætt við eld­fjalla­fræðinga sem hafa rann­sakað ís­lensk eld­fjöll og þeir reyna að spá fyr­ir um framtíðina. Ein þeirra er Hazel Ry­mer. Í þætt­in­um Life on Fire seg­ir hún að það sé erfitt að draga álykt­an­ir varðandi at­b­urði sem ger­ast á jarðsögu­leg­um tíma sem bygg­ir aðeins á vís­inda­rann­sókn­um sem teygja sig aðeins nokkra ára­tugi aft­ur í tím­ann.

„Til að skilja það hvernig eld­fjöll virka, þá verður þú að stunda mæl­ing­ar eins lengi og þú mögu­lega get­ur,“ seg­ir hún. „Mann­sævi er ekk­ert sam­an­b­urði við líf­tíma eld­fjalla,“ bæt­ir hún við.

Bent er á að menn geti skoðað þá at­b­urði sem hafi átt sér stað en það sé ekk­ert sér­lega hug­hreyst­andi. Vísað er til þess þegar Skaft­áreld­ar hóf­ust með eld­gosi úr Lakagíg­um á Síðua­f­rétti árið 1783.Sem er talið eitt mesta eld­gos á Íslandi.

Það leiddi til þess að langvarndi hung­urs­neyðar og á Íslandi lést um fimmt­ung­ur þjóðar­inn­ar. Talið er að a.m.k. ein millj­ón hafi lát­ist í heim­in­um sem rekja megi til eld­goss­ins á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert