Hlupu reglulega út í spennistöðvarnar

Óveður með snjókomu setti líf margra Vestfirðinga úr skorðum.
Óveður með snjókomu setti líf margra Vestfirðinga úr skorðum. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Það var ansi lítið sofið, bara vakað yfir þessu. Ég náði að halla mér í tvo tíma annan sólarhringinn og þá var hinn maðurinn hérna og svo öfugt.“

Þetta segir Sigurður Þ. Gunnarsson í umfjöllun um óveðrið að undanförnu í Morgunblaðinu í dag en með félaga sínum hélt hann dísilvélunum á Þingeyri gangandi fyrir og um áramót.

Til þess að skammta rafmagn þurftu þeir að hlaupa reglulega út í spennistöðvar til að setja svæði inn og taka önnur út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert